|
Ævintýri Lísu í Undralandi Alice’s Adventures in Wonderland in Icelandic
By Lewis Carroll, translated into Icelandic by Þórarinn Eldjárn
Second edition, 2013. Illustrations by John Tenniel. Cathair na Mart: Evertype. ISBN 978-1-78201-25-8 (paperback), price: €12.95, £10.95, $15.95. Click on the book cover on the right to order this book from Amazon.co.uk! Or if you are in North America, order the book from Amazon.com!
“In that direction,” the Cat said, waving its right paw around, “lives a Hatter: and in that direction,” waving the other paw, “lives a March Hare. Visit either you like: they’re both mad.”
|
|
„Í þessari átt,“ sagði kötturinn og sveiflaði hægri loppunni, „býr hattari, og í þessari átt,“ hélt hann áfram og sveiflaði hinni loppunni, „býr marshéri. Það er sama hvorn þú heimsækir, þeir eru báðir brjálaðir.“
|
“But I don’t want to go among mad people,” Alice remarked.
|
|
„En mig langar ekki til að vera innan um brjálað fólk,“ sagði Lísa.
|
“Oh, you ca’n’t help that,” said the Cat: “we’re all mad here. I’m mad. You’re mad.”
|
|
„O, þú kemst nú ekki hjá því,“ sagði kötturinn, „við erum öll brjáluð hérna. Ég er brjálaður. Þú ert brjáluð.“
|
“How do you know I’m mad?” said Alice.
|
|
„Hvernig þykistu vita að ég sé brjáluð?“ sagði Lísa.
|
“You must be,” said the Cat, “or you wouldn't have come here.”
|
|
„Þú hlýtur að vera það,“ sagði kötturinn, „annars hefðirðu ekki komið hingað.“
|
|
Lewis Carroll is a pen-name: Charles Lutwidge Dodgson was the author’s real name and he was lecturer in Mathematics in Christ Church, Oxford. Dodgson began the story on 4 July 1862, when he took a journey in a rowing boat on the river Thames in Oxford together with the Reverend Robinson Duckworth, with Alice Liddell (ten years of age) the daughter of the Dean of Christ Church, and with her two sisters, Lorina (thirteen years of age), and Edith (eight years of age). As is clear from the poem at the beginning of the book, the three girls asked Dodgson for a story and reluctantly at first he began to tell the first version of the story to them. There are many half-hidden references made to the five of them throughout the text of the book itself, which was published finally in 1865.
|
|
Lewis Carroll er dulnefni: Réttu nafni hét höfundurinn Charles Lutwidge Dodgson og var stærðfræðikennari við Christ Church í Oxford. Dodgson hóf söguna 4. júlí 1862 þegar hann var í róðrartúr á Tempsá í Oxford ásamt séra Robinson Duckworth, Alice Liddell (tíu ára) dóttur rektors Christ Church og tveimur systrum hennar, Lorinu (þrettán ára) og Edith (átta ára). Eins og fram kemur í ljóðinu fremst í bókinni höfðu stúlkurnar þrjár beðið Dodgson að segja sér sögu. Hann var tregur til en hóf þó frásögn sem varð fyrsta gerð sögunnar. Margar hálfduldar tengingar til þessara fimm bátsverja má finna víðsvegar í texta bókarinnar sjálfrar sem prentuð var í lokagerð 1865.
|
I have published Alice in many languages, but this Icelandic translation is especially special to me: I have had an interest in Iceland and Icelandic since my early teens. My admiration for J. R. R. Tolkien’s work was what inspired that, and I studied a bit of Old Icelandic and had a penpal in Hafnarfjörður. I was interested in the grammar and orthography of Icelandic, in particular Icelandic’s preservation of the Anglo-Saxon letters Þ and Ð. (I had incorporated into my own teenage handwriting the Béowulf manuscript abbreviation ꝥ, meaning þæt ‘that’. Perhaps I was a slightly unusual teen.) Years later I became involved with the Icelandic alphabet again, helping to standardize the sorting order of the letter þ as a separate letter after z in pan-European computing standards: Denmark wanted þ to be sorted as th, but were defeated 9 to 1 in a committee vote held in Reyjkavík on 9 June 1994, a day which ever since has been called Þornsdagur, ‘Thornsday’.
|
|
Ég hef gefið Lísu út á mörgum tungumálum en þessi íslenska þýðing er mér sérlega hugleikin: Ég hef haft áhuga á Íslandi og íslensku frá því snemma á unglingsárum. Aðdáun mín á verkum J. R. R. Tolkiens varð til þess og ég tók að grufla dálítið í forníslensku og eignaðist pennavin í Hafnarfirði. Ég fékk áhuga á íslenskri málfræði og stafsetningu, einkum því að íslenskan skyldi hafa varðveitt engilsaxnesku stafina Þ og Ð. (Sjálfur tók ég upp úr Bjólfskviðuhandriti í mína eigin unglingsskrift styttinguna ꝥ fyrir þæt „that“. Ef til vill var ég ögn óvenjulegur unglingur.) Mörgum árum síðar varð íslenska stafrófið aftur á vegi mínum er ég hjálpaði til við að staðla stafinn þ sem stofnstaf og setja hann niður á eftir z í samevrópskum tölvustöðlum: Danir vildu flokka þ sem th en töpuðu með 9 atkvæðum gegn einu þegar greidd voru atkvæði um stafrófsröðina á nefndarfundi í Reykjavík 9. júní 1994, á þeim degi sem síðan hefur verið kallaður þornsdagur.
|
In later years I have taken much interest in this unique character of Icelandic orthography, working with it in my edition of A Concise Dictionary of Middle English by Mayhew and Skeat (where I saved it from being treated as a glyph variant of th to a place of its own between T and U, where it belongs in the Middle English tradition). I even helped to encode the medieval manuscript abbreviations ꝥ (for Old Icelandic þess as well as Anglo-Saxon þæt) and ꝧ (for Old Icelandic þeim): very useful for scholars of Norse and Anglo-Saxon (and for unusual teens). All of this culminated in 2011 when I made use of an alphabet inspired by Mormon missionaries from Iceland, for the language Zumorigénflit, in Byron W. Sewell’s wonderful Alice parody, Áloþk’s Adventures in Goatland.
|
|
Á seinni árum hefur áhugi minn enn eflst á þessum einstæða íslenska staf sem ég hef notað í vinnu minni við að ritstýra A Concise Dictionary of Middle English eftir Mayhew og Skeat (þar sem ég bjargaði því frá að teljast afbrigði af th yfir í að hljóta eigin sess milli T og U svo sem vera ber samkvæmt hefð í miðenskum fræðum). Ég hjálpaði meira að segja til við að táknbinda í tölvustöðlum styttingarnar ꝥ (fyrir forníslenskt þess, sem og hið engilsaxneska þæt) og ꝧ (fyrir forníslenskt þeim), sem algengar eru í miðaldahandritum, til mikils gagns fyrir fræðimenn á sviði fornnorrænu og engilsaxnesku (og óvenjulega unglinga). Allt náði þetta hámarki árið 2011 þegar ég nýtti stafróf, innblásið af mormónatrúboðum frá Íslandi, í þágu tungumálsins Zumorigénflit í hinni dásamlegu Lísuparódíu Byrons W. Sewells Áloþk´s Adventures in Goatland.
|
I hope that his little essay of mine explains why publishing an Icelandic Alice has been a bit of a dream come true for me. I have read Alice many times in many languages, and I have thoroughly enjoyed Þórarinn Eldjárn’s version. It has been out of print for a long time, and I am both pleased and proud to be able to offer it as part of my Carrollian collection.
|
|
Ég vona að þessi litla greinargerð mín varpi ljósi á hvers vegna það er fyrir mér líkt og draumur sem rætist að gefa Lísu út á íslensku. Ég hef margoft lesið Lísu á ótal tungumálum og ég hef haft mikla ánægju af útgáfu Þórarins Eldjárns. Hún hefur lengi verið ófáanleg og ég er í senn glaður og stoltur af því að geta nú komið henni á framfæri sem hluta af Carrolliana-bókaflokki mínum.
|
—Michael Everson
|
|
—Michael Everson
|
|